Sunnudagur 21.10.2012 - 14:38 - FB ummæli ()

Lærðu að taka mótlæti

Þetta er hinn besti dagur.

En það er samt svolítið sorglegt að sá andstæðinga stjórnlagaráðstillögunnar reyna að halda því fram að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær hafi verið eitthvað annað en stórsigur þeirra sem sögðu „já“ við fyrstu spurningunni.

Ef 66 prósent hefðu sagt „nei“, hve líklegt er þá að Bjarni Benediktsson hefði komin dapurlegur á svip fram í Silfri Egils og sagt að það væri því miður ósköp lítið að marka þetta?

Nei, Bjarni – lærðu að taka mótlæti – og taktu svo þátt í ferlinu af jákvæðni og auðmýkt – ekki standa tuldrandi úti í horni.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!