Sunnudagur 18.11.2012 - 19:11 - FB ummæli ()

Villimannaríkið Ísrael

Ísraelar halda áfram loftárásum á Gaza og hirða ekkert um þótt börn verði fyrir sprengjum þeirra.

Það er ekki afsökun fyrir þessu villimannlega framferði þótt hryðjuverkamenn Palestínumanna haldi áfram að skjóta eldflaugum yfir ísraelskt land.

Þeir eru hryðjuverkamenn – en ísraelskir ráðamenn eiga að heita forráðamenn í siðmenningarríki.

En það er ekki lengur hægt að líta á þá sem slíka.

Ekki eftir að haft er eftir innanríkissráðherra Ísraels segir í viðtali að meiningin sé að „sprengja Gaza-svæðið aftur á miðaldir“.

Og að réttlætanlegt sé að sprengja upp vatnsból fyrir almenning.

Þetta er viðbjóðsleg villimennska. Ekkert annað.

Ég kann ekki að búa til undirskriftalista á netinu.

En ef einhver, sem það kann, myndi búa til undirskriftalista þar sem ríkisstjórn Íslands væri hvött til að slíta stjórnmálasambandi tafarlaust við þetta villimannaríki, þá myndi ég skrifa undir þann lista fyrstur manna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!