Föstudagur 14.12.2012 - 07:37 - FB ummæli ()

Eigum við þetta skilið?

Í fjögur ár höfum við beðið eftir því að stjórnmálastéttin á Íslandi dragi lærdóma af hruninu.

Leggi af átakapólitíkina og fari að vinna saman að landsins gagni og nauðsynjum.

Í því felst auðvitað ekki að allir eigi alltaf að vera sammála, en í því felst að ekki sé eytt tíma eða orku í innihaldslausa hanaslagi. Og virðing sé sýnd andstæðum sjónarmiðum.

Við getum fylgst með því á kvöldin á Alþingisrásinni í sjónvarpinu hvernig til hefur tekist.

Hinu glórulausa málþófi og „andsvörunum“.

Það er svo innilega sorglegt að horfa upp á sjálfstæðismenn og framsóknarmenn skrumskæla svo vonir okkar og væntingar um betra stjórnmálalíf eftir hrunið.

Mikið hljótum við að hafa gert af okkur í fyrra lífi ef við eigum þetta skilið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!