Sunnudagur 16.12.2012 - 18:03 - FB ummæli ()

Skemmtilegustu tímarnir!

Ég er því miður enginn músíkant og fylgdist núorðið afar tilviljanakennt með nýrri tónlist.

En þegar ég var um tvítugt eða þar um bil, fannst ég spennandi að taka þátt í þeirri umbyltingu íslensks tónlistarlífs sem Friðrik Þór Friðriksson lýsti svo eftirminnilega í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík.

Þegar Bubbi Morthens og Utangarðsmenn komu fram á sjónarsviðið, og pönk- og nýbylgjan.

Manni fannst þetta vera æsilegir tímar.

Það er gaman að rifja upp aftur kynnin við þessa tíma í poppsögu dr. Gunna, Stuð vors dags. Þetta er stórbrotin bók, bæði hvað snertir texta og útlit, og vissulega er gaman að kynnast bæði fyrri tímum – því bókin hefst á 19. öld – og hinu allra nýjasta – því bókinni lýkur á velgengni Of Monsters and Men nú á haustdögum.

En sjálfsagt þykir öllum skemmtilegast að lesa um „sína tíma“, og í mínu tilfelli eru það tímarnir um 1980 þegar allt var að gerast:

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!