Föstudagur 28.12.2012 - 13:08 - FB ummæli ()

Vel heppnaðir viðskiptamenn

Frjálsri verslun tókst hér á árum áður ekki alltaf vel upp með val á viðskiptamanni ársins.

En í þetta sinn hlýtur maður að fagna vali blaðsins á þeim Jóhanni Páli Valdimarssyni og Agli Erni syni hans, en þeir reka Forlagið – langstærstu bókaútgáfu landsins.

Sjá frétt Vísis um útnefningu Frjálsar verslunar hér.

Þeir eiga þetta fyllilega skilið. Ekki aðeins hafa þeir rekið fyrirtæki sitt vel, heldur hafa þeir líka haft vit á að fá til sín gott starfsfólk.

Mest er þó um vert að þeir eru í þessu af metnaði og … já, ég held ég verði að segja hugsjón.

Þeir hafa gegnum tíðina gert fullt af hlutum sem engin von var til að skiluðu gróða en höfðu menningarlegt og samfélagslegt gildi.

Þvert oní það sem Jóhann Páll sjálfur heldur gjarnan fram, þá eru þeir auðvitað ekki alveg heilagir menn!

En þeir eru bestu bókaútgefendur sem Ísland hefur alið, á því er enginn vafi.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!