Fimmtudagur 10.01.2013 - 19:37 - FB ummæli ()

Ekki missa af …

Makbeð er líklega einhver stysti og skýrasti harmleikur Shakespeares. Þar er ekkert illskiljanlegt á ferðinni – bara hrein dramatík og orðkynngi.

Og fólk í heljargreipum metnaðar.

Þjóðleikhúsið er að sýna Makbeð núna, og það er ástæða til að hvetja fólk til að skella sér. Leikritið verður nefnilega aðeins sýnt út janúar, vegna annarra verkefna í húsinu.

Drífið ykkur; það er aldrei að vita hvenær tækifæri gefst næst. Og sendið krakkana ykkar – þá sem eru orðnir táningar. Þeir hafa gott af því að kynnast Shakespeare.

Ný þýðing Þórarins Eldjárns, sérlega áheyrileg, gerir að verkum að enginn vandi er að skilja allt sem fram fer.

Sýningin er ekkert hinn endanlegi punktur aftan við nafn Shakespeares; hver áhorfandi getur haft sína skoðun á ýmsum lausnum. En þetta er Shakespeare og krafturinn er þarna.

 

Ég gerði innsláttarvillu í fyrstu gerð þessa pistils, þannig að þar stóð að þýðing Þórarins væri „óheyrileg“. Það er að sjálfsögðu tómt tjara, og þýðingin er sérlega ÁHEYRILEG.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!