Mánudagur 04.02.2013 - 09:53 - FB ummæli ()

Friðurinn góði

Það er rétt, nauðsynlegt og sjálfsagt að mæla fyrir aukinni samvinnu, sátt og friði í íslenskum stjórnmálum.

Vonandi tekst að koma því á.

Þjóðin örþreytt eftir hrun, skuldaklafa, brimskafla, öldurót, málþóf og lamandi rifrildi þarf á því að halda.

En þó er því miður líka nauðsynlegt að hafa eitt í huga.

Að þau öfl eru til í samfélaginu sem líta ekki við samvinnu nema hún sé á þeirra forsendum.

Og telja sátt snúast um það eitt að aðrir beygi sig undir þeirra sjónarmið.

Og hafa svipaða afstöðu til friðar og Skotinn Calgacus sagði um Rómverja:

„Þeir leggja allt í eyði og kalla það svo frið.“

Ég mun alltaf og ævinlega mæla fyrir auknum friði og sátt í samfélaginu, enda þoli ég ekki meiri rifrildi. En höfum þetta samt bak við eyrað.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!