Föstudagur 15.02.2013 - 14:24 - FB ummæli ()

Átakanleg saga

Átakanleg var sú saga sem Helgi Seljan sagði í Kastljósi fyrir fáeinum dögum um krapaflóðið á Patreksfirði 1983 og eftirköst þess.

Þar dó sex ára gömul dóttir Guðbrands Haraldssonar. Guðbrandur og fjölskylda hans töldu og telja enn að framkvæmdir sveitarfélagsins hafi orðið til þess að flóðið varð sterkara og hættulegra en ella hefði orðið.

Og þau hafa í þrjá áratugi reynt að fá það viðurkennt.

En kerfið þráast við – og gerir enn.

Ég hvet fólk til að horfa á þessa frásögn úr Kastljósi.

Hún er svo lágstemmd að hún hefur kannski farið framhjá einhverjum – en þarna er á ferð saga sem verður að ráða fram úr.

Það samfélag er ekki mikils virði sem ekki getur leyst úr svona málum þannig að fólk eigi ekki um sárt að binda.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!