Föstudagur 22.03.2013 - 13:29 - FB ummæli ()

Stoppið þessa niðurlægingu Alþingis

Sumir hamast ógurlega gegn þeirri hugmynd að málþóf verði stöðvað um stjórnarskrármálið og málið tekið til atkvæða.

Það sé svívirða við málfrelsi þingmanna og ávísun á valdníðslu og óvönduð vinnubrögð.

Je ræt.

Nú fyrir hádegi stóð Árni Johnsen í ræðustól Alþingis og talaði í umræðum um stjórnarskrána.

Nema hvað hann talaði um Reykjavíkurflugvöll.

Það er spurning hvar svívirðan liggur.

Og er það ekki valdníðsla að hertaka ræðupúlt Alþingis með þessum hætti?

Í guðs almáttugum bænum, stoppið þessa niðurlægingu Alþingis og afgreiðið málið!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!