Færslur fyrir mars, 2013

Föstudagur 08.03 2013 - 12:12

Já, sko þrjár vikur duga ekki?!

Á fundi í gærkvöldi var Árni Páll Árnason spurður hvort ekki væri gráupplagt að halda þingi áfram eftir páska og nota tímann til að ræða stjórnarskrárfrumvarpið eins og hver vildi. Afgreiða það svo á síðasta degi þings, daginn fyrir kosningar til dæmis. Árni Páll sagði ææææææ, nei, þótt þinghald yrði lengt í þrjár vikur, það […]

Sunnudagur 03.03 2013 - 20:01

Verum meira eins og Sviss!

Í nýju stjórnarskránni, sem Alþingi afgreiðir vonandi innan skamms (þótt auðvitað eigi síðan eftir að setja aftan við hana endanlegan punkt á næsta þingi), þar eru ákvæði um rétt þjóðarinnar til að greiða atkvæði um umdeild lög – og líka ákvæði um að þjóðin sjálf (eða hlutar hennar) geti haft frumkvæði að nýrri lagasetningu. Þetta […]

Laugardagur 02.03 2013 - 13:39

Hókus pókus pólitík

Kannski er það í rauninni ágætt að helmingaskiptaflokkarnir skuli mælast með dágóðan meirihluta í skoðanakönnunum á þessum tímapunkti fyrir kosningar. Við þurfum þá ekkert að velkjast í vafa um hvaða ríkisstjórn þeir stefna að. Og hinir flokkarnir geta þá að sama skapi þjappað sér saman til samstarfs með jarðbundin stefnumál og ábyrga pólitík. Vonandi sem […]

Föstudagur 01.03 2013 - 14:36

Þúsund lemúrar: Castro fær sér pylsu í New York

Veftímaritið Lemúrinn hóf göngu sína 8. október 2011. Það var óumdeilanlega merkasti atburðurinn þann daginn. Að minnsta kosti er eini atburðurinn frá þessum degi sem hefur ratað inn á alfræðiritið Wikipedíu að þá hafi Brendan nokkur Dolan unnið eitthvert afrek í heimsmeistarakeppninni í pílukasti sem ég kann ekki að skýra. Fyrir Brendan Dolan var það […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!