Mánudagur 29.04.2013 - 12:38 - FB ummæli ()

Nú ber nýrra við!

Í mínu ungdæmi og löngum síðar var ímynd framsóknarþingmanns þannig að um væri að ræða vel rúmlega miðaldra og gjarnan þéttvaxinn karlmann.

Alltaf karlmann.

Framsóknarflokkurinn var langt á eftir öðrum flokkum í því að hleypa konum upp á dekk.

Og svo rosknir virtust framsóknarþingmenn ævinlega vera til orðs og æðis, að hugtakið „ungur framsóknarmaður“ var nánast eins og rökfræðileg mótsögn.

Í því ljósi verður að viðurkennast að það er óneitanlega skemmtileg nýbreytni að flokkurinn skuli nú bjóða upp á yngsta þingmann sögunnar og það stúlku í þokkabót.

Það er full ástæða til að bjóða Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur velkomna til starfa, og vona að þingferill hennar verði bæði henni sjálfri og þjóðinni til lukku.

Og Framsóknarflokknum má vel óska til hamingju með þessa nýlundu.

Jóhanna María. Myndinni hnuplaði ég frá RÚV.

Jóhanna María. Myndinni hnuplaði ég frá RÚV. Ef Jóhanna María hefur sama úthald í pólitík og nafna hennar Sigurðardóttir, þá gæti hún orðið á þingi allt til 2060 eða þar um bil!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!