Mánudagur 17.06.2013 - 21:40 - FB ummæli ()

Erum við endilega öll komin af einhverjum víkingum?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur hvatt til þess að aukin rækt verði lögð við íslenska sögu.

Það er mjög góð ábending hjá honum, og ég mun leggja mig fram um að fara að tilmælum forsætisráðherra í framtíðinni.

Ég mun því fjalla á næstunni um fáein atriði af sögulegu tagi sem birtust í hinni merkilegu ræðu Sigmundar Davíðs á Austurvelli í dag.

Ég hvet ykkur reyndar til að lesa þá ræðu, hún er hér.

En fyrst af öllu langar mig að vekja athygli á einu.

Forsætisráðherra fjallar vítt og breitt um sögulegan grunn okkar.

Og ekkert – ekki ein setning, ekki aukasetning, ekki aukatekið orð – bendir til þess að hann geri sér grein fyrir því að í þessu landi býr líka fólk sem er ekki endilega komið af einhverjum víkingum eða Fjölnismönnum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!