Fimmtudagur 04.07.2013 - 13:06 - FB ummæli ()

Blaut úldin tuska framan í þjóðina

Ríkisstjórnin veit að 70 prósent landsmanna hafa í skoðanakönnun lýst andstöðu við þá fyrirætlun hennar að lækka og síðan fella niður veiðigjöld á sægreifana.

Ríkisstjórnin veit líka að 35.000 manns hafa sett nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem þessu er mótmælt.

Ríkisstjórnin veit að sérfræðingar í hagfræði hafa lagst gegn þessu, bæði okkar mætustu menn og líka „skammstafanir í útlöndum“.

Eigi að síður ætlar ríkisstjórnin að keyra málið í gegn.

Og ekki nóg með það!

Nú ætlar hún á síðustu metrum sumarþingsins að þruma í gegnum þingið 460 milljóna aukagjöf til sægreifanna.

Sægreifanna sem hafa líka styrkt svo ríkulega þá stjórnmálaflokka sem mynda þessa ríkisstjórn.

Sjá hér.

Fyrirgefið … en mér blöskrar.

Þetta er ekki aðeins gjöf til sægreifanna.

Þetta er líka blaut úldin tuska framan í þjóðina.

Það á að sýna okkur að þeim er svo skítsama hvað okkur finnst.

Þeir gera bara það sem þeim sýnist.

Næstu kosningar verða ekki degi of snemma.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!