Laugardagur 10.08.2013 - 15:25 - FB ummæli ()

Gleðigangan og Bradley Manning

Ég rölti áðan Gleðigönguna frá BSÍ niður á Arnarhól í hópi allmargra blaðamanna og annarra áhugamanna um tjáningarfrelsi sem lýstu þeirri kröfu að Bradley Manning skyldi látinn laus.

Því miður eru litlar líkur á að svo verði gert, en það sakar ekki að lýsa yfir skoðun sinni.

Ástæðan fyrir göngu þessa hóps í Gleðigöngunni er helst sú að kynhneigð Bradley Mannings hefur verið notuð gegn honum af áróðursmaskínu bandarískra stjórnvalda.

Hins vegar var óneitanlega nokkuð sérkennilegt að hópurinn gekk svona 20 metrum á eftir hópi frá bandaríska sendiráðinu.

Sá hópur bar stórt spjald þar sem var tilvitnun í John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Þar stóð: „Hlutirnir eru að breytast vegna þess að fólk hefur haft kjark til að rísa upp.“

Ég hugsa að það sé einmitt ágæt lýsing á því sem Bradley Manning gerði.

 

Hópur bandaríska sendiráðsins. Ég hnuplaði myndinni af vef Ríkisútvarpsins.

Hópur bandaríska sendiráðsins. Ég hnuplaði myndinni af vef Ríkisútvarpsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!