Mánudagur 12.08.2013 - 08:49 - FB ummæli ()

Á svona stund

Ég hjólaði til vinnu í morgun og við aðstæður eins og þessar, þegar maður horfir upp í albláan himin, út á lognkyrran sjóinn sem næstum virðist hægt að ganga á og á þögnina sem ævinlega fylgir hinni mestu heiðríkju (já, svona verður þögnin sjáanleg og eins þótt það séu bílahljóð), þá ferðast ég alltaf í huganum norður í Stóru-Ávík þar sem ég var strákur í sveit og kom út á bæjarhlaðið á morgnanna og þetta mætti mér og eins gott að njóta stundarinnar sem lengst, því í svona veðri fór Jón bóndi einlægt að hugsa um að fara á sjó og þá þurfti ég að drífa mig að pumpa hripleka skektuna, nema hvað svona stund í Reykjavík getur aldrei orðið alveg jafn tignarleg og í sveitinni því hér vantar kýrnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!