Fimmtudagur 15.08.2013 - 12:54 - FB ummæli ()

Af hverju má lýðræði ekki gilda í atvinnulífinu?

„Lýðræðisleg fyrirtæki.“

Er þetta það sem heitir á ensku „a contradiction in terms“?

Það er að segja algjör mótsögn?

Það skyldi maður eiginlega ætla – það er jú búið að telja okkur trú um að fyrirtæki eigi sér aðeins einn tilgang: Að greiða hluthöfum sínum arð.

Og til að svo megi verða sé affarasælast að þau séu rekin sem næst skipulagi alræðisríkisins.

Einn á toppnum, kringum hann fámenn elíta millistjórnenda, en meirihluti starfsmanna hafi ekkert að segja.

En það eru til aðrar leiðir.

Í þeim ágæta útvarpsþætti Harmageddon var í morgun viðtal við Kristin Má Ársælsson félagsfræðing sem hefur kynnt sér „lýðræðisleg fyrirtæki“.

Og skemmst er frá því að segja að reynslan af þeim virðist furðu góð – þótt málsvörum fyrirtækjakapítalismans hugnist ekki að halda því á lofti.

Þetta er mjög merkilegt viðtal – ég hvet fólk til að hlusta á það – linkurinn á það er hérna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!