Föstudagur 30.08.2013 - 10:14 - FB ummæli ()

Et tu, Eygló

Sú ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að svipta Guðmund Steingrímsson formennsku í nefnd um notendastýrða aðstoð við fatlað fólk veldur mér djúpum vonbrigðum.

Eins og sjá má hér hefur Guðmundur sinnt þessu máli af kostgæfni og miklum áhuga.

Og ákvörðunin vekur hvarvetna furðu, eins og hér má sjá.

Ég hafði í einlægni trúað því að Eygló Harðardóttir væri ekki sami glórulausi valdapólitíkusinn og títt er um ráðherra og ekki síst ráðherra Framsóknarflokksins – bæði fyrr og síðar.

En þetta sýnir að hún getur ekki einu sinni hugsað sér að hafa pólitískan andstæðing í forsvari nefndar um aðstoð við fatlað fólk.

Ekki einu sinni þótt hann hafi að allra dómi unnið mjög gott starf.

Því hún þarf að hafa formanninn „nær sér“ eins og hún virðist hafa komist að orði.

Mér finnst þetta afar leiðinlegt, ég segi það satt. Eygló er greinilega ekkert skárri en hinir.

Og þá hefur einn vonarneistinn enn um skárri pólitík á Íslandi verið slökktur.

Kannski ætti ég að þakka Eygló fyrir að svipta mig blekkingunni.

En mér  finnst þetta þó fyrst og fremst sorglegt.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!