Föstudagur 06.09.2013 - 00:05 - FB ummæli ()

Ef heilbrigðiskerfið verður einkavætt

Ég fór aldrei þessu vant í bíó um daginn.

Sá myndina Elysium, sem suður-afríski leikstjórinn Neill Blomkamp gerir.

Þarna er mikill hasar, reyndar aðeins of mikill fyrir minn smekk, sér í lagi þegar líður á.

En umfjöllunarefnið er góðra gjalda vert, og reyndar mjög aktúelt á Íslandi núna.

Hvernig hlýtur að fara á endanum ef heilbrigðiskerfið er einkavætt.

Já, það verður sæluríki fyrir suma – en „elysium“ þýðir í raun og veru sæluríki.

En fyrir hina … það verður engin sæluvist.

Þakkarvert af Blomkamp að leiða okkur þetta fyrir sjónir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!