Fimmtudagur 26.09.2013 - 11:11 - FB ummæli ()

Burt með milljónkrónaseðilinn!

Sagan Milljóndollaraseðillinn eftir Mark Twain gengur út á hversu fáránlegt er að vesinast með alltof stóra peningaseðla.

Það vissi fólk líka í óðaverðbólgu eftirstríðsáranna í Þýskalandi, þegar fólk fór út í búð með milljónmarkaseðla í hjólbörum til að kaupa eitt hveitibrauð.

Eins og ýmsir hafa bent á, þá væri nýi íslenski 10.000 karlinn í raun milljón króna seðill ef ekki hefði verið farið í blöffið „myntbreytingu“ kringum 1980.

Norrænu krónurnar voru upphaflega jafnar þeirri íslensku, nú myndi hver norræn króna koma vel yfir 2.000 gamlar íslenskar krónur.

Þetta er nú árangurinn af íslenskri hagstjórn í tæp 100 ár.

Og þegar maður óskar eftir alvöru peningi eins og evru, þá fussa framsóknarmenn og sjálfstæðismenn (flestir) og segja að hér þurfi „bara“ aukna ábyrgð í hagstjórn.

Bara!

Það hefur ekki tekist í tæp hundrað ár og það mun ekki takast nú.

Burt með þennan milljón króna seðil!

Fáum almennilega mynt og reynum að lifa eins og fólk.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!