Miðvikudagur 09.10.2013 - 09:16 - FB ummæli ()

Ísland er Las Vegas í augum Breta, en Helvíti í augum Vatíkansins

Svona er Ísland í augum Breta, samkvæmt vefsíðu einni:

europe-according-to-britain

Ísland er Las Vegas.

Hér er Evrópa aftur á móti í augum Búlgara, Ísland er „Hei Björk!“

europe-according-to-bulgaria

Hér er svo linkur á fleiri svona skemmtileg kort, þar meðal annars má sjá Evrópu (og Ísland!) í augum Frakka, Svisslendinga, Vatíkansins og margra fleiri þjóða. Þar kemur meðal annars fram að Ísland sé Helvíti í augum hinna 800 íbúa Vatíkansins. Og ekki virðast Grikkir heldur hafa mikið álit á okkur, því þar um slóðir líta menn á Ísland – samkvæmt þessari vefsíðu – sem Hades, eða ríki hinna dauðu.

Auðvitað er þetta til gamans gert, og fyrst og fremst leikur með „stereótýpur“ og fordóma.

En það er áreiðanlega sitthvað til í ýmsu sem þarna kemur fram!

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!