Fimmtudagur 10.10.2013 - 08:41 - FB ummæli ()

Hvað gerði Brynjar í sumar?

Það var óneitanlega merkilegt að sjá og heyra Brynjar Níelsson stökkva fram í gær, alveg heiðan í framan, og halda um það heita ræðu að niðurskurðurinn á Landspítalanum bara gengi ekki lengur.

Það yrði að finna fé til að halda honum gangandi.

Í orðum Brynjars lá að það yrði þá bara að skera frekar niður á öðrum sviðum.

En í sumar tók hann þátt í því sem einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þátt í því að afsala ríkinu miklum tekjum af óbreyttu auðlindagjaldi og auðlegðarskatti og hinni blómstrandi ferðaþjónustu.

Þá peninga hefði mátt – og átti – að nota í langþráða uppbyggingu á Landspítalanum.

Auðvitað er gott að beita sér fyrir að Landspítalinn fái meiri peninga.

En ansi er hart ef það þarf að kosta enn frekari niðurskurð í nauðsynlegri þjónustu sem alltaf mun koma illa við þá verst settu.

Meðan vasar hinna forríku þyngjast sífellt af meira klinki frá Brynjari og félögum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!