Mánudagur 14.10.2013 - 15:33 - FB ummæli ()

Stjórnin hefði átt betra skilið

Ótrúlegar eru þær tölur sem birtast í Fréttablaðinu í dag að 62.000 manns hafi lent á atvinnuleysisskrá einhvern tíma á tímabilinu frá hrunárinu 2008 og til dagsins í dag.

Það er einn þriðji af öllu vinnandi fólki á landinu.

Það má vafalítið lesa margt út úr þessum tölum, og það er rétt hjá Runólfi Ágústssyni stjórnarformanni Vinnumálastofnunar að brýnt er að koma í veg fyrir að annað eins ástand skapist aftur.

En ég verð að viðurkenna að þegar ég las þetta hugsaði ég nú fyrst til síðustu ríkisstjórnar, sem var hrópuð af í apríl síðastliðnum, væntanlega af því að fólki þótti hún hafa staðið sig svo illa.

Ríkisstjórn sem situr í svona ægilegu árferði, og tekst að koma í veg fyrir niðurbrot samfélagsins og tekst að minnka atvinnuleysið jafnt og þétt (jafnvel þótt með skammtímaaðgerðum sé að töluverðu leyti) – hún hefði nú eiginlega dálítið gott hrós skilið frekar en þurfa að „skila lyklunum“ eins og sumir orðuðu það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!