Föstudagur 25.10.2013 - 23:43 - FB ummæli ()

Hvers vegna er refsiramminn fyrir nauðganir ekki notaður?

Nú þurfa dómarar landsins að setjast niður og hugsa sinn gang.

Og þeir þurfa síðan að skýra málið fyrir þjóðinni.

Maður nokkur nauðgaði barnungri stúlku á einstaklega grófan hátt. Brotavilji hans var einbeittur og ógeðslegur.

Sjá hér.

Nú er ég yfirleitt ekki mjög refsiglaður maður, og langir fangelsisdómarar skila örugglega sjaldan betri mönnum út í samfélagið.

En fyrir alvarleg og útspekúleruð ofbeldisbrot, tala nú ekki um gegn börnum, á að loka menn inni svo lengi sem kostur er, samkvæmt fyrirfram gefnum reglum samfélagsins.

Og alveg sérstaklega ef um er að ræða kynferðisbrot, því svo mikil hætta er á að slíkir ofbeldismenn og nauðgarar endurtaki brot sín.

En þessi maður fékk sem sé sjö ára dóm.

Og það sem dómarar þurfa að skýra – og EIGA að skýra, og fjölmiðlamenn eiga að spyrja þá um og hætta ekki fyrr en þeir fá svör – það er þetta:

Nú er refsiramminn fyrir morð sextán ár.

Hann er nær alltaf notaður til fulls.

En refsiramminn fyrir nauðganir er líka sextán ár.

Hann er aldrei notaður til fulls.

En hvers vegna ekki?

Til hvers að hafa sextán ára refsiramma ef ekki á að nota hann í svona hræðilega alvarlegu máli?

Maður svívirðir barn á svona hrottalega hátt, og dómarar nota ekki einu sinni hálfan refsirammann.

Hvers vegna?

Sem borgari í þessu samfélagi tel ég mig eiga rétt á að fá svör við þessari spurningu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!