Laugardagur 09.11.2013 - 11:39 - FB ummæli ()

Fíllinn í herberginu

Hér er skemmtileg ljósmynd:

Elefant

Ég tel að myndin sýni íslenska ráðamenn reyna að klóra sig fram úr því hvernig við eigum að losna úr gjaldeyrishöftunum. Í herberginu er risastór fíll sem alltof margir vita af en þykjast ekki sjá.

Fíllinn er sú staðreynd að við munum ekki losna úr þessum gjaldeyrishöftum eða skuldakreppunni nema taka upp brúklega mynt og ganga í ESB (að því gefnu að við fáum skikkanlegan sjávarútvegssamning auðvitað).

Og ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þetta viti bæði Bjarni Benediktsson og nafni minn Gunnarsson, og líka að þetta viti Steingrímur J. Sigfússon líka og með passlegri léttúð trúi ég að það viti eflaust Katrín Jakobsdóttir sömuleiðis.

Samt grúfa þau sig oní pappírana sína og látast ekki sjá kvikindið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!