Laugardagur 14.12.2013 - 10:40 - FB ummæli ()

Hin stéttskiptu stafrófskver

Ekki var stéttaskipting á Íslandi áður fyrr, með sama hætti og annars staðar, sagði forsætisráðherra í frægu ávarpi sínu þann 17. júní.

Þetta var náttúrlega bara firra.

Stéttaskiptingin var nákvæmlega eins hér og annars staðar, og engu síðri.

Meira að segja í höfuðriti söguskoðunar Framsóknarflokksins, Íslandssögu eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, þar er síður en svo nokkuð farið í felur með stéttaskiptinguna.

Hún hefur alltaf verið til staðar á Íslandi, þótt hún hafi reyndar minnkað blessunarlega mikið um miðbik 20. aldar.

Ástæðan var áreiðanlega ekki meðvituð ákvörðun stjórnvalda, að draga úr stéttaskiptingunni, heldur fremur það umrót sem komst á þegar fólk flykktist úr sveitum til bæja og Reykjavíkur.

Gamla stéttaskiptingin riðlaðist þá illilega.

En nú er önnur að koma í staðinn, og getur gert samfélagið jafn ömurlegt og þegar stéttaskiptingin var verst á fyrri tímum.

Sér í lagi ef hún fær óhindruð að breiðast út í heilbirgðiskerfið og menntakerfi.

Ef við gætum okkar ekki, þá er reyndar ekkert endilega fráleitt að við fáum aftur að sjá hluti eins og þessa – hin stéttskiptu stafrófskver.

Screen shot 2013-12-14 at 10.37.53 AM

 

 

Screen shot 2013-12-14 at 10.38.47 AM

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!