Fimmtudagur 16.01.2014 - 09:41 - FB ummæli ()

Fúlir pyttir fortíðar

Í mörg herrans ár hef ég spurt: Hvaða sjálfstæðismaður ætlar að lokum að ganga fram fyrir skjöldu og þora að gagnrýna Davíð Oddsson og klíku hans?

En því miður: Enginn hefur þorað – ekki einu sinni þau sem klíkan hefur niðurlægt gegnum tíðina, jafnvel trekk í trekk.

En nú stígur Sigurður Örn Ágústsson fram fyrir skjöldu.

Lesið endilega grein hans í Kjarnanum hér.

Það virkar fáránlega að það sé merki um hugrekki að þora að viðurkenna til dæmis að einkavæðing bankanna hafi verið mjög misráðin.

Því auðvitað sér það hver maður!

En samt hefur mórallinn í Sjálfstæðisflokknum (og Framsóknarflokknum) verið þannig að á það hefur ekki mátt minnast.

Fremur en að nefna snöru í hengds manns húsi.

Því verður að lofa Sigurð Örn fyrir hugrekkið.

Og vona að fleiri fylgi á eftir.

Íslenskt samfélag þarf á því að halda hinir fúlu pyttir fortíðarinnar séu þurrkaðir upp.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!