Fimmtudagur 20.02.2014 - 09:50 - FB ummæli ()

Glórulaus heimska?

Íslendingar snobba voðalega fyrir gáfum.

Ég sjálfsagt líka.

Ein afleiðing þess er sú að „heimskur“ er einhver voðalegasti dónaskapur sem hægt er að láta út úr sér um annan mann á Íslandi.

Mér finnst það eiginlega sjálfum.

Ég hef gegnum tíðina óhikað gagnrýnt allskonar ráðamenn fyrir allt mögulegt.

Svo ég nefni dæmi frá allra síðustu vikum:

Ég hef gagnrýnt Sigmund Davíð fyrir hroka og skeytingarleysi um skoðanir annarra.

Frosta Sigurjónsson fyrir lygar.

Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir lygar og yfirgang.

Bjarna Benediktsson fyrir valdhroka.

En ég á í alvöru talað voðalega erfitt með að kalla einhvern heimskan.

Mér finnst það svo óttalega dónalegt.

En hvað á að segja um fullyrðingar eins og þær að Ísland sé of velmegandi til að Evrópusambandið geti tekið á móti því?

En að Evrópusambandið hafi ýtt undir óöldina í Úkraínu?

Hvað er þetta annað en glórulaus heimska?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!