Sunnudagur 23.02.2014 - 14:29 - FB ummæli ()

Leiðrétting

Ég sé að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar éta nú hver upp eftir öðrum að þar sem hin vonda ríkisstjórn lýðræðishatarans Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki lagt aðildarumsókn að ESB undir þjóðaratkvæði, þá sé ekki nema mátulegt að hin góða og göfuga lýðræðisstjórn hins rökvísa Sigmundar Davíðs kippi umsókninni til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu – hvað sem líður kosningaloforðum.

Þetta er í rauninni villandi röksemd, því þegar umsóknin var lögð fram sumarið 2009 voru næstum engar kröfur uppi um að hún yrði fyrst lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Stór hluti Sjálfstæðisflokksins var þá til dæmis fylgjandi umsókn, á borði ef ekki í orði, og allstór hluti Framsóknarflokksins líka.

Og ekki var amast að ráði við umsókninni, fyrr en síðar, enda held ég að hvergi á byggðu bóli hafi verið haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn fyrirfram.

Það var ekki fyrr en Heimssýnararmarnir höfðu náð vopnum sínum í Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og VG sem krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina kom fram – en viðræður voru þá löngu farnar af stað.

Við virðumst aldrei geta munað nokkurn skapaðan hlut stundinni lengur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!