Föstudagur 14.03.2014 - 09:48 - FB ummæli ()

Höskuldur Skarphéðinsson

Höskuldur Skarphéðinsson skipherra verður til moldar borinn í dag en hann lést fyrir rúmri viku, rétt rúmlega áttræður.

Höskuldur og móðir mín bjuggu saman um nokkurra ára skeið og áttu saman Kolbrá systur mína.

Mér reyndist Höskuldur ævinlega vel, hann var vingjarnlegur og vildi vel, gat verið manna skemmtilegastur þegar sá gállinn var á honum, traustur bæði í sjón og raun.

Og svo var hann þjóðhetja einmitt um þær mundir, stýrði varðskipum í stríði við Breta á Íslandsmiðum, og þannig maður var Höskuldur að maður vissi vel að í því stríði myndi hann aldrei bregðast.

Ég var um hríð messagutti og síðan viðvaningur á varðskipunum og sigldi meðal annars eitt sumar á varðskipinu Baldri þegar Höskuldur var nýlega farinn í frí eftir einn harðasta áfangann í þorskastríðunum.

Og það fór ekki milli mála hvað áhöfnin hafði skipherra sinn í miklum hávegum.

„Með engum vildi ég frekar sigla,“ sagði kokkurinn um borð, sem hafði víða farið.

Og betri minningarorð hygg ég að verði ekki höfð um nokkurn skipstjóra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!