Sunnudagur 30.03.2014 - 18:07 - FB ummæli ()

Finnið þrjár villur

Ég er að hugsa um að bjóða eftirfarandi spurningu fram í næstu Gettu betur keppni:

Finnið þrjár villur í textanum hér á eftir.

„Framsóknarflokkurinn stóð við kosningaloforð sína um almenna skuldalækkun á kostnað erlendra hrægammasjóða.“

Fyrsta villa: Í raun er ekki um að ræða skuldalækkun, heldur skuldatilfærslu.

Önnur villa: Aðgerðin er ekki almenn, heldur þvert á móti mjög sértæk.

Þriðja villa: Skuldatilfærslan er ekki á kostnað erlendra hrægammasjóða, heldur íslenskra skattgreiðenda.

Margir munu benda á að orðin „stóð við“ séu líka vitleysa, en það er náttúrlega of augljóst til að teljast með.

Hins vegar gætu sumir líka hneigst til að álíta Framsóknarflokkinn allan fjórðu villuna, en ég ætla ekki að ganga svo langt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!