Mánudagur 28.04.2014 - 07:57 - FB ummæli ()

Furðuleg vinnubrögð

Furðuleg vinnubrögð virðast í gangi hjá Framsóknarflokknum í sambandi við leitina að oddvita í Reykjavík. Þar stendur greinilega yfir dauðaleit að bara einhverjum sem fæst til að leggja nafn sitt við flokkinn, og viðkomandi virðist mega ráða alveg sjálfur eða sjálf hvaða mynd flokkurinn á að taka á sig.

Samanber hið undarlega framboð Guðna Ágústssonar sem virðist á tímabili hafa átt að snúast eingöngu um það áhugamál Guðna að hafa flugvöll á tilteknum stað í Reykjavík.

En auðvitað er það ekki svo að framboð Framsóknarflokksins muni eingöngu snúast um persónu oddvitans, sem finnst að lokum. Þótt borgarmálefni og landsmálefni séu ekki að öllu leyti þau sömu, þá mun oddvitinn til dæmis þurfa að svara fyrir að vera í framboði fyrir flokk sem ætlar að rífa okkur úr ESB-ferlinu, þvert gegn vilja þjóðarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!