Laugardagur 17.05.2014 - 19:22 - FB ummæli ()

Ég hef búið hér lengur en Sigmundur Davíð

Sigmundur Davíð segist ekki skilja af hverju þingmenn stjórnarandstöðu hafi verið á móti því að staðið væri við fyrirheitin hans.

Nú ætla ég ekki að tala fyrir þingmenn eða stjórnarandstöðuna eða aðra en sjálfan mig.

En ég var og er á móti þessu fyrst og fremst af því með þessu er einmitt EKKI staðið við fyrirheit Sigmundar Davíðs.

Hann lofaði því skýrt og greinilega að vondir útlendingar yrðu látnir borga þetta, en nú er raunin sú að við borgum þetta sjálf (það er að segja börnin okkar).

Ég þarf að segja fimmtán ára syni mínum það.

Að stjórnmálamenn nútímans séu að dömpa á hann enn meiri skuldum frá hruninu.

Og ekki voga ykkur framsóknarmenn að reyna þræta fyrir að þessi er raunin.

Við erum ekki – þótt Sigmundur Davíð virðist trúa því í einlægni – fífl.

Ég sé enga ástæðu til að hrópa húrra fyrir venjulegri millifærslu, eins og Framsóknarflokkurinn hefur stundað í áratugi, sér í lagi ekki þegar hérna er í alltof miklum mæli verið að færa peninga frá þeim verr settu til hinna betur settu.

Þetta er nú ástæðan fyrir að ég er á móti þessu, og því munu ekki breyta neinir hrokkagikksstælar né smeðjulegt yfirlæti eins og Sigmundur Davíð er í vaxandi mæli að tileinka sér.

Ég hef búið hér lengur en Sigmundur Davíð, ég hef séð þetta allt saman áður (þó sjaldan hafi það verið jafn óforskammað og nú) og ég mun aldrei falla fyrir því þegar ómerkilegir stjórnmálamenn beita bellibrögðum til að kaupa sér atkvæði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!