Laugardagur 24.05.2014 - 12:59 - FB ummæli ()

„Ekki næst í ráðherra Framsóknarflokksins“

Þögn Sigmundar Davíðs um hina ótrúlegu fordóma oddvitans í Reykjavík er orðin ærandi.

Athugið að ekki er aðeins um að ræða hrikalega fordóma, heldur líka augljóst og borðliggjandi bull.

Það ætti því ekki að þurfa mikið að velta vöngum yfir málinu – hver sanngjarn stjórnmálamaður sem vill láta sig alvarlega hlýtur að fordæma ummæli oddvitans afdráttarlaust.

En Sigmundur Davíð lætur ekki ná í sig.

Hann getur ekki tekið fyrirvaralausa og siðferðilega afstöðu í svo mikilsverðu máli.

Forsætisráðherra Íslands felur sig meðan spunadoktorar hans eru að reyna að kokka eitthvað upp, til að bjarga því sem bjargað verður.

Það er skammarlegt.

Og ekki bara hjá Sigmundi Davíð.

Eygló Harðardóttir lætur heldur ekki ná í sig.

En innilega ómerkilegt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!