Föstudagur 30.05.2014 - 11:04 - FB ummæli ()

Ekki er allar skoðanir jafn réttháar

Menn segja sem svo: Á nú að fara að þagga niður vissar skoðanir af því þær njóta ekki fylgis meirihlutans?

Í nafni pólitískrar rétthugsunar, guð varðveiti oss!

En gætum okkar á því, börnin góð, því allar skoðanir eru jú jafn réttháar!

Er það ekki?

Stutta svarið við því er einfaldlega: Nei.

Skoðanir sem ganga út á að mismuna fólki eru ekki jafn réttháar og aðrar skoðanir.

Auðvitað mega þær heyrast og ekki á að þagga þær niður.

En feli þær í sér mismunun og skerðingu á mannréttindum annarra (á hvaða forsendum sem er), þá geta þær ekki verið jafn réttháar og aðrar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!