Fimmtudagur 05.06.2014 - 09:36 - FB ummæli ()

Fyrirspurn til Eyglóar Harðardóttur

Sæl Eygló.

Eins og þú veist setti Sveinbjörg  oddviti Framsóknar í Reykjavík fram stefnu í kosningabaráttunni sem fólk ekki aðeins í sér fordóma gegnum einum þjóðfélagshópi, heldur líka hreina og beina atlögu að mannréttindákvæðum stjórnarskrárinnar.

(„Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur.“ Jafnframt sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir í öðru sæti framboðslista flokksins: „Borgarstjórnaflokkur Framsóknarflokksins mun leggja til að lóðaúthlutun til byggingar Félags múslima á Íslandi verði dregin til baka komist flokkurinn í borgarstjórn.“)

Þú neitaðir á Bylgjunni í gærmorgun að taka afstöðu til þessara orða og sagðir, ótrúlegt nokk: „Í kosningabaráttu er ýmislegt látið flakka.“

Viltu nú vera svo almennileg að svara eftirfarandi spurningu:

Finnst þér í raun og veru réttlætanlegt að þú sitjir áfram sem ráðherra í ríkisstjórn eftir að þú hefur lýst því yfir að stefna sem gengur í berhögg við stjórnarskrána sé bara eitthvað sem „látið er flakka“ í kosningabaráttu og engin ástæða sé til að gera veður út af seinna meir?

Hefur þú ekki sem þingmaður og ráðherra, sem unnið hefur eið að stjórnarskránni, meiri skyldum að gegna við grunnlög okkar en þetta?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!