Mánudagur 21.07.2014 - 16:29 - FB ummæli ()

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ég ætla að biðja ykkur að dreifa þessari undirskriftasöfnun sem víðast á netinu.

Og skrifa undir, ef þið eruð sammála texta hennar, en hann er svohljóðandi:

„Við undirrituð hvetjum íslensk stjórnvöld til að slíta nú þegar stjórnmálasambandi við Ísrael vegna nýjustu atburða á Gaza.

Jafnvel þótt viðurkenndur sé réttur Ísraels til að snúast til varnar gegn hryðjuverkaárásum þykir okkur augljóst að hernaður Ísraels nú fari langt fram úr því sem eðlilegt getur talist. Með þeim hernaði hafa Ísraelsmenn nú þegar drepið hundruð saklausra óbreyttra borgara. Þar á meðal eru tugir barna.

Framferði Ísraels er ólíðandi, og Ísraelsmenn hafa margoft sýnt að þeir hirða ekkert um ályktanir og fundargerðir. Íslendingar verða að sýna að þeir verða ekki framar þátttakendur í því hálfkáki sem mótmæli gegn hernaðarárásum Ísraels á saklaust fólk eru venjulega.

Hið eina sem hugsanlega gæti sent Ísraelsmönnum nógu sterk skilaboð væri að slíta stjórnmálabandi við þá. Við förum fram á að það verði gert nú þegar.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!