Fimmtudagur 24.07.2014 - 09:52 - FB ummæli ()

Síðustu forvöð að skrifa undir og lýsa eindreginni andúð á framferði Ísraels

Loftárásir Ísraela á Gaza halda áfram.

Þrátt fyrir allan venjulegan diplómatískan þrýsting.

Sá þrýstingur dugar ekki lengur.

Ísraelsmenn þurfa að fá skýr skilaboð um að jafnvel gamlar vinaþjóðir séu tilbúnar til að slíta við þá stjórnmálatengsl ef þeir láta ekki af villimannlegu framferði sínu og stríðsglæpum.

Hérna er áskorun til íslenskra yfirvalda um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Þessari undirskriftasöfnun mun ljúka laust upp úr hádegi, og hún verður þá afhent utanríkismálanefnd Alþingis sem fundar um málið í dag.

Það eru síðustu forvöð að skrifa undir og lýsa með því eindreginni andúð sinni á framferði Ísraels.

Og hvetja íslensk stjórnvöld til að sýna tennurnar.

obama2

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!