Miðvikudagur 10.09.2014 - 10:31 - FB ummæli ()

Ríkisstjórn ríka fólksins

Ég er ekki búinn að lesa fjármálafrumvarpið, enda varla læs á svona margar tölur.

Eftir að hafa heyrt og lesið ýmislegt um þetta frumvarp, þá sýnist mér þó að eitt liggi í augum uppi.

Að það sé enn eitt dæmið um að núverandi ríkisstjórn hugsar aðeins og eingöngu um hag hinna vel stæðu í samfélaginu.

Þann hóp sem milljónamæringarnir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson tilheyra.

Hækkun matarskatts kemur mjög illa við fátækustu og verst stæðu fjölskyldur landsins.

En mun snerta fjölskyldur milljónamæringanna lítið.

Niðurfelling vörugjalda mun á hinn bóginn leiða til þess að veruleg lækkun verður á dýrum heimilistækjum og rafmagnsgræjum allskonar.

Græjum sem hinir verst settu geta vart látið sig dreyma um, en ríku krakkarnir munu nú geta endurnýjað miklu örar hjá sér.

Af einhverjum ástæðum eru ísskápar þegar orðnir tákn fyrir þessa niðurfellingu vörugjaldanna.

Jú, einhver stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins fagnaði því ógurlega í gær að geta nú keypt sér flottari ísskáp á hagstæðu verði.

Það er örugglega ágætt.

Þegar búið er að grilla á kvöldin verður fínt að geta stungið leifunum af kampavíninu inn í ógeðslega flotta nýja ísskápinn.

En í gamla ísskápnum fátæka fólksins verður nú minni matur.

Sveiattan.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!