Þriðjudagur 23.09.2014 - 10:54 - FB ummæli ()

Ríkisstjórn ríka fólksins, 2. hluti

Klaufaskapur, flumbrugangur, yfirlæti og óheiðarleiki einkenna þessa ríkisstjórn.

Þær eru orðnar ótrúlega margar, uppákomurnar sem ráðherrar og helstu stuðningsmenn stjórnarinnar hafa ýmist staðið fyrir eða „lent í“.

Stundum dynja á manni þvílíkar furður að maður gleymir jafnvel aðalatriðinu í sambandi við þessa ríkisstjórn.

Það er kannski farið að snjóa svolítið yfir fyrstu verk hennar.

Þegar hún létti álögum af sægreifunum sem nú soga að sér peninga sem aldrei fyrr.

Og svo var ákveðið að gleyma auðlegðarskattinum sem lagst hafði á sérstaka vini ráðherranna – og þá sjálfa.

Önnur verk hennar síðan eru í sama dúr.

Allt er gert til að leggja lið þeim sem eiga nógan pening fyrir.

Enda vex ójöfnuður í landinu með hverju nýju misseri sem milljónamæringjarnir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson eru við stjórnvölinn.

Screen shot 2014-09-23 at 10.39.50 AMEn heilbrigðiskerfið er trassað.

Líklega til þess að við hreyfum minni andmælum þegar þeir hefjast handa um að einkavinavæða það að fullu.

„Er ekki kerfið ónýtt?“ munu þeir segja. „Hvað er þá annað til ráða en leyfa MARKAÐINUM að spreyta sig?“

Matarskattur er hækkaður – sem mun koma verst niður á þeim sem eiga minnst.

Þetta er sannarlega ríkisstjórn ríka fólksins.

„Sjáiði ekki veisluna?“ spurði Árni Mathiesen eins og frægt varð í „góðærinu“.

Þá var veislan fjármögnuð af erlendu lánsfé sem lenti svo að stórum hluta á íslensku þjóðinni.

Nú eiga hinir verst settu í landinu og „miðlungsfólkið“ að borga nýja veislu hinna ríku.

Og umráðafé skattrannsóknarstjóra er minnkað stórlega.

Af hverju skyldi það gert?

Ríkisstjórn ríka fólksins hugsar um sína.

Og við borgum.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!