Mánudagur 10.11.2014 - 14:18 - FB ummæli ()

Langstaðin lygi

Fyrir kosningarnar 2013 var logið að okkur.

Framsóknarflokkurinn þóttist ætla að galdra fram ókeypis 300 milljarða frá erlendum hrægammasjóðum.

Æ síðan hefur þessi mikla lygi legið yfir samfélaginu eins og holtaþoka.

Núna er verið að útbýtta einhverjum milljörðum úr ríkissjóði til útvalins samfélagshóps, og þar á meðal fær stóreignafólk góða summu.

Holtaþokan er orðin blaut, köld og klístruð af langstaðinni lygi.

Fyrsta skrefið í að losa okkur úr þokunni væri að hætta kalla þetta „leiðréttingu“ – þetta er bara gamalkunnug tilfærsla á peningum almennings, og ekkert annað.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!