Fimmtudagur 04.12.2014 - 17:06 - FB ummæli ()

Af hverju Ólöf varð ráðherra

Ég veit ekki af hverju allir eru svona hissa á því að Bjarni Benediktsson skyldi fá Ólöfu Nordal til að verða ráðherra. Málið er frekar einfalt. Auðvitað varð að fá konu í embættið, en innan þingflokksins kom raunverulega engin nema Ragnheiður Ríkharðsdóttir til mála. Langflottasti kandídatinn, og alveg borðliggjandi að hún yrði ráðherra. En hún má ekki komast til frama, því þá verður Davíð reiður. Og Bjarni gerir enn eins og Davíð segir. Bjarni reyndi að komast framhjá vandamálinu með því að bjóða Einari Guðfinnssyni djobbið, en hann er svo gamall í hettunni að konur innan flokksins hefðu ekki kunnað við að múðra mjög mikið yfir því. En Einar vildi ekki starfið og þá varð Bjarni að finna konu. Og eina konan sem var í nógu sterkri stöðu innan flokksins til að koma í veg fyrir að hneykslunaralda risi, þegar gengið yrði framhjá Ragnheiði, var Ólöf. Hún er ágætur kostur, en það hlýtur að vera skrýtið fyrir hana að vera komin á þennan stað, bara til að koma í veg fyrir að Ragnheiður Ríkharðsdóttir verði ráðherra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!