Föstudagur 12.12.2014 - 08:15 - FB ummæli ()

Ótrúleg saga en sönn

Í mars 1907 gerði brjálað veður á hafinu kringum Ísland. Einn kúttter fórst með manni og mús, nokkrir voru hætt komnir og misstu menn î sjóinn, í Eyjafirði hvarf selveiðibátur og er ekki allt upptalið.

Farþegaskipið Kong Trygve í eigu Þórs Túliníusar kaupmanns var þá lengi að hrekjast í ægilegu veðri fyrir Norðurlandi og í gríðarlegum hafís. Eftir hryllingsnótt út af Sléttu var danski skipstjórinn svo illa farinn á taugum. Þó var það versta enn í vændum. Skipið fórst í ísnum djúpt út af Langanesi og þá var jafnvel færeyska stýrimanninum öllum lokið en hann hafði haldið skipshöfninni gangandi fram að því.

Skipstjórinn stakk af til lands á sínm björgunarbáti en eftir úti í ísnum urðu tveir bátar sem voru dögum saman að reyna að brjótast til lands.

Aðeins öðrum tókst það.

Í þessum raunum steig fram sem hetja miðaldra ólæs háseti, Hannes Hansson, sem beinlínis þurfti að berja félaga sína áfram, svo þeir kæmust af.

Hann var reyndar ekki góðu vanur, hafði alist upp í algjörri fátækt og örbirgð fyrir austan fjall, þar sem hungurdauðinn sat enn um fólk og húsbændur fóru skelfilega með fátækan lítinn tökustrák eins og Hannes.

Þessa mögnuðu örlagasögu segi ég í nýja bindinu af Háska í hafi, Hafís grandar Komg Trygve, sem er nú komin út.

Og reyndar margar fleiri makalausar sögur af sama tagt.

Endilega kynnið ykkur þessar mögnuðu en stundum ótrúlegu sögur þar sem söguhetjurnar eru afar og ömmur okkar allra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!