Fimmtudagur 15.01.2015 - 14:50 - FB ummæli ()

Hverjum má treysta?

Sumt er fyndið í bók Styrmis Gunnarssonar, Í köldu stríði.

Á einum stað segir frá því að eftir för Styrmis til Bandaríkjanna 1967 hafi honum orðið ónotalega við þegar hann uppgötvaði hve andstaðan við Víetnamstríðið var víðtæk meðal almennings þar í landi.

Hann fór heim og skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann greindi frá þessu.

Greinin vakti nokkra athygli enda hafði Styrmir fram að þessu trúað blint á allt það sem frá Bandaríkjamönnum kom, eins og hann segir sjálfur.

Svo segir:

„Ég fékk ósk um að koma á fund hjá [ungum vinstri mönnum] til þess að segja frá upplifun minni á almenningsálitinu í Bandaríkjunum. Ég samþykkti það og kvaðst tilbúinn að tala opið á þeim fundi með því skilyrði að ekki yrði sagt frá honum opinberlega. Það var samþykkt.“

Þetta er í sjálfu sér skemmtilegt skilyrði.

Þrátt fyrir allt treysti Styrmir sér ekki til að standa opinberlega við sannfæringu sína, fyrir utan hina fáorðu grein í Mogganum.

En ekki var staðið við loforðið og frásögn birtist í Þjóðviljanum af þessum umræðum.

Frá því greinir Styrmir nokkuð hneykslaður á þessa leið:

„Eykon [ritstjóri Moggans] tók mig í gegn fyrir að sýna af mér þann barnaskap að halda að hægt væri að treysta kommúnistum.“

Þetta er fyndið.

Þarna kvartar njósnameistari Sjálfstæðisflokksins við útsendara sinn og kontaktmann við uppljóstrara í röðum vinstri manna yfir því að ekki sé hægt að treysta KOMMÚNISTUM!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!