Þriðjudagur 20.01.2015 - 11:57 - FB ummæli ()

Sjúkt ástand

Það er auðvitað fullkomlega sjúkt að við skulum hafa látið líðast að örfáir tugir manna séu ríkari en allur hinn fátækari helmingur mannkyns.

Þetta er sjúkt, óeðlilegt, ósiðlegt, óskynsamlegt og mun enda með ósköpum.

Réttlætiskennd býr þrátt fyrir allt í brjósti manna, og svona ástand er ekki réttlátt.

Þess vegna verður tekið í taumana fyrr eða síðar.

Alveg sama þó sumir sætti sig við brauðmolana, sem falla af borðum auðkýfinganna – en aðrir láti sér nægja leiki þeirra.

Við Íslendingar eigum að vinna að því öllum árum að auka jöfnuð í okkar samfélagi.

Svona ástand má ekki komast á hér.

En núverandi ríkisstjórn stefnir einmitt í áttina frá jöfnuði, enda er hún ríkisstjórn hinna ríka.

Hér hefur síðustu misserin verið hlaðið undir hina ríku alveg blygðunarlaust.

En íslenskt samfélag mun ekki þola það endalaust ef haldið verður áfram á sömu braut auðhyggjunnar. Svo einfalt er það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!