Miðvikudagur 21.01.2015 - 10:51 - FB ummæli ()

Fyrirlitleg ákvörðun

Með því að skipa Gústaf Níelsson í mannréttindaráð Reykjavíkur er Framsóknarflokkurinn að hæðast að minnihlutahópum og gefa skít í áhyggjur fólks af vaxandi uppgangi öfgafólks í samfélaginu.

Hins vegar er sagt við rasista og hatursmenn samkynhneigðra:

„Komið til okkar og við skulum gefa ykkur skjól.“

Þetta er kannski ekki stórmál í sjálfu sér, en þetta er samt eitthvað það dapurlegasta sem ég hef séð til íslensks stjórnmálaflokks – frá upphafi.

Ekki af því Gústaf sé endilega óalandi að öllu leyti.

Hann gæti kannski komið að gagni í samgöngunefnd eða einhvers staðar, hvað veit ég?

En maður með heimskulegar, vondar og fordómafullar skoðanir á ekki heima í mannréttindaráði.

Það veit Framsóknarflokkurinn en skipar hann samt – eingöngu til að ögra og til að daðra við öfgamennina.

Sem betur fer hafa nokkrir frammámenn í Framsóknarflokknum mótmælt þessari svívirðu skorinort.

Gott hjá þeim.

En skaðinn er skeður.

Og hlýtur ekki Sigmundur Davíð að hafa verið með í ráðum? Framsóknarflokkurinn skipar varla sjálfstæðismann í trúnaðarstöðu nema formaðurinn hafi gefið blessun sína.

Þetta er fyrirlitleg ákvörðun og skammarleg.

Og fyrst og fremst sorgleg.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!