Mánudagur 09.02.2015 - 13:08 - FB ummæli ()

Af hverju er Bjarni Benediktsson í pólitík?

Bjarni Benediktsson er kominn út í horn vegna skattaskjólsmálsins og sér nú sóma sinn í ráðast á skattrannsóknarstjóra.

Það er kominn tími til að tala hreint út um þetta.

Bjarni hefur haft öll tækifæri til að kaupa hin margumtöluðu gögn um skattsvikarana, en hefur ekki gripið þau.

Það er engin goðgá lengur að fullyrða að langlíklegasta ástæðan sé sú að hann viti fullvel að í hópi þeirra sem fjallað er um í þessum gögnum séu vinir hans, frændur og stuðningsmenn.

Og getum við haft slíkan mann sem ráðherra, og það fjármálaráðherra?

Á sínum tíma furðaði ég svolítið á því af hverju Bjarni var að fara út í pólitík, sem virtist honum ekki mikil ástríða.

Það var eins og honum væri sífellt ýtt út í það af einhverjum öflum í bakherbergjum.

Nú kann að vera að ástæðan sé ljós:

Honum hafi einfaldlega alltaf verið ætlað að vera til reiðu við aðstæður eins og þessar, þegar auðmennirnir vinir hans og frændur þurfa á lítilsháttar aðstoð að halda.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!