Föstudagur 27.02.2015 - 20:52 - FB ummæli ()

Vörn lögreglustjóra

Því miður virðist Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ætla að fara leið hártogunar og sparðatínings í vörn sinni gegn Persónuvernd.

Það er leiðinlegt. Ég hélt hún væri meiri manneskja en svo.

En vörn hennar (sem sagt er frá hér) virðist eiga að felast í því annars vegar að það standi ekki beinlínis berum orðum í niðurstöðu Persónuverndar að hún hafi brotið lög.

Þótt auðvitað komi það skýrt fram.

Og hins vegar heldur hún því fram að hún hafi ekki vitað um þau ákvæði sem hún gekk gegn.

Þetta er sagt vörnin: Ég braut ekki lögin af því ég vissi ekki að ég væri að gera neitt rangt.

Jahá.

Og hún er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.

Ég er nú ekki mjög vel lesinn í lögfræði.

En ég er nokkuð viss um að mjög framarlega í fyrstu bókinni sem fyrstu árs nemar í lögspeki fá í hendur þegar þeir hefja nám, þar stendur eitthvað á þá leið að það sé ekki gild afsökun fyrir lögbrotum að segjast ekki hafa þekkt lögin.

En hún ætlar að hafa þetta sem sína vörn.

Jahérna, jahérna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!