Sunnudagur 22.03.2015 - 13:09 - FB ummæli ()

Furðuleg viðbrögð í Samfylkingu

Ekki ætla ég í bili að hafa neina sérstaka skoðun á því hvort Sigríður Ingibjörg eða Árni Páll hefði orðið betri formaður Samfylkingar.

En ég skil vel að Sigríður Ingibjörg sé að „íhuga stöðu sína“ eftir formannsslaginn.

Furðuleg heift kemur fram í hennar garð í ýmsum ummælum fyrri og núverandi forkólfa í Samfylkingunni?

Og þá get ég rétt ímyndað mér hvað sagt er á bak við tjöldin.

Hún gerði ekki annað en það sem var fullkomlega heimilt og reyndar líklegt til að lífga upp á landsfund Samfylkingarinnar – fund sem allar líkur voru á að hefði ella orðið eins og syfjulegt eftirmiðdagste.

En þannig virðast samfylkingarforkólfar reyndar hafa kunnað best við sig að undanförnu – ró þeirra hvergi raskað og ekkert verið að minnast á lítið fylgi og glötuð tækifæri.

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!