Sunnudagur 03.05.2015 - 14:26 - FB ummæli ()

Nýja stjórnarskrá!

Ég sat í stjórnlagaráði sumarið 2011.

Við sömdum nýja stjórnarskrá á fjórum mánuðum og ég held að þetta hafi verið gott verk.

Auðvitað ekki fullkomið verk, en hefði verið til verulegra bóta á held ég öllum sviðum, og núna koma í næstum hverjum mánuði upp mál þar sem nýja stjórnarskráin hefði komið að gagni.

Nú síðast hefði ekki þurft að semja bænaskrá til forsetans til að stöðva gjöf ríkisstjórnarinnar á makrílkvótanum, heldur hefði þjóðin sjálf getað ákveðið að taka það til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Enda vissu sægreifarnir og auðjöfrarnir hvað til síns friðar heyrði. Þeir og fulltrúar þeirra á þingi börðust með kjafti og klóm gegn nýju stjórnarskránni, einmitt til að losna við auðlindaákvæði og aukið lýðræði.

Og megi þeirra skömm vera lengi upp.

Verst fannst mér þó alltaf þegar tókst að fá allskonar háskólamenn og fræðimenn og jafnvel vel meinandi pólitíkusa og álitsgjafa til að lýsa efasemdum um nýju stjórnarskrána á þeim forsendum að þeir persónulega hefðu viljað hafa hitt eða þetta öðruvísi í plagginu.

Þeir sáu ekki skóginn fyrir trjánum. Og gegndu með þessu hlutverki nytsamra sakleysingja við að reyna að telja fólki trú um að þetta væri ómögulegt verk, og áttu sinn þátt í að það tafðist.

Þjóðin lét sér þó ekki segjast, og samþykkti að plaggið yrði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá.

En jábræðrum sægreifanna hefur tekist að hafa heila þjóðaratkvæðagreiðslu að engu.

Nú þarf vissulega að skrifa undir plagg Þjóðareignar, en síðan þarf umfram allt að berjast fyrir nýrri stjórnarskrá.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!