Fimmtudagur 20.08.2015 - 14:51 - FB ummæli ()

Sigmundur Davíð hefur fengið nýja ráðgjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur fengið nýja ráðgjafa.

Og þeir eru ekki svo vitlausir.

Þeir áttuðu sig á því að Sigmundur Davíð var að gera þjóðina algalna og í hvert sinn sem hann birtist í fjölmiðlum óx óþol fólks.

Því hefur Sigmundi Davíð nú bersýnilega verið uppálagt að halda sig til hlés.

Í fyrsta lagi fór hann í lengsta sumarfrí sem sögur fara af að íslenskur ráðherra hafi tekið.

Í 40 daga fundaði ríkisstjórn Íslands ekki.

En jafnvel eftir að hann kom úr fríinu langa, þá hefur Sigmundur lítið látið á sér kræla í fjölmiðlum.

(Það fréttist helst af honum að tala við Ólaf Ragnar Grímsson.)

Þetta er greinilega eftir forskrift hinna nýju ráðgjafa.

Nú er þetta líka að sumu leyti mjög heillavænleg ráðgjöf – bæði fyrir Sigmund Davíð og okkur hin.

Sérhver dagur án Sigmundar Davíðs er sannkölluð hátíð.

En er samt ekki eitthvað asnalegt við að hafa forsætisráðherra sem þarf að láta sig hverfa til að fela vanhæfni sína og vitleysisgang allan?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!